Undrast dagskrá Alþingis

Þingmenn Hreyfingarinnar, Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari.
Þingmenn Hreyfingarinnar, Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari.

Þing­menn Hreyf­ing­ar­inn­ar hafa sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem þeir lýsa furðu sinni á fyr­ir­hugaðri dag­skrá Alþing­is í næstu viku í kjöl­far út­komu skýrslu Rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is. Skýrsl­an verður birt þingi og þjóð kl. 10:15 á mánu­dag.

Þing­menn­irn­ir segja fyr­ir­hugað að umræðan um skýrsl­una fari fram í þing­inu n.k. mánu­dag, þriðju­dag og miðviku­dag í sam­tals tíu og hálfa klukku­stund.

„Eins og kunn­ugt er er skýrsl­an í níu bind­um og áætl­ar Rann­sókn­ar­nefnd­in sjálf að það taki um 95 klukku­stund­ir að lesa hana frá upp­hafi til enda og því aug­ljóst að þing­menn munu ekki hafa kynnt sér efni henn­ar til fulln­ustu þegar umræður fara fram en umræðu lýk­ur á miðviku­dag. Þá er gert ráð fyr­ir nefnd­ar­fund­um á morgn­um þriðju­dags og miðviku­dags og því mun sá tími ekki nýt­ist þing­mönn­um til lest­urs," seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Telja þing­menn Hreyf­ing­ar­inn­ar „al­gjör­lega óá­sætt­an­legt“ að þing­heimi sé ekki gefið tæki­færi á að kynna sér efni skýrsl­unn­ar í þaula áður en Alþingi lýk­ur umræðu um hana.

„Slík vinnu­brögð geta eng­an veg­inn gert umræðuefn­inu nægi­lega góð skil og hljóta að ein­kenn­ast af sýnd­ar­mennsku. Slík vinnu­brögð áttu stór­an þátt í hrun­inu og væri ósk­andi að þingið reyndi að læra af reynsl­unni," seg­ir að lok­um í yf­ir­lýs­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert