Fréttaskýring: Landsdómur hefur aldrei komið saman

Í rannsóknarnefndinni sitja Sigríður Benediktsdóttir, Páll Hreinsson og Tryggvi Gunnarsson.
Í rannsóknarnefndinni sitja Sigríður Benediktsdóttir, Páll Hreinsson og Tryggvi Gunnarsson. Ómar Óskarsson

Alþingi fær í dag í hend­ur skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is sem falið var að rann­saka aðdrag­anda og or­sök hruns bank­anna haustið 2008. Í fram­hald­inu mun nefnd níu þing­manna skoða hvort skýrsl­an gef­ur til­efni til að höfða mál á hend­ur ráðherra.

Hugs­an­legt er að í skýrsl­unni komi fram upp­lýs­ing­ar um þátt ráðherra í hrun­inu sem geri það að verk­um að Lands­dóm­ur verði kallaður sam­an, en hann fjall­ar um mál sem Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherr­um út af embætt­is­rekstri þeirra.

Lands­dóm­ur var stofnaður með lög­um árið 1905, en dóm­ur­inn hef­ur aldrei komið sam­an. Ýmis­legt er því óljóst um hvernig hann kæmi til með að starfa. Í Lands­dómi sitja fimm hæsta­rétt­ar­dóm­ar­ar, dóm­stjóri Héraðsdóms Reykja­vík­ur, pró­fess­or í stjórn­skip­un­ar­rétti við laga­deild Há­skóla Íslands og átta ein­stak­ling­ar sem Alþingi kýs. Dóm­inn skipa því bæði menn með sérþekk­ingu í lög­um og menn sem eiga að hafa þekk­ingu á stjórn­mál­um. Tekið skal fram að ekki er búið að ganga form­lega frá því hver verður full­trúi laga­deild­ar HÍ í Lands­dómi.

Stund­um hef­ur því verið varpað fram að lög um Lands­dóm séu dauður laga­bók­staf­ur. Um Lands­dóm er hins veg­ar fjallað í stjórn­ar­skrá Íslands og árið 1963 voru sett ít­ar­leg lög um dóm­inn. Lög um ráðherra­ábyrgð voru þá líka end­ur­skoðuð. Hrun banka­kerf­is­ins hef­ur haft gríðarlega víðtæk áhrif á Íslandi. Ein­stak­ling­ar, fyr­ir­tæki, sveit­ar­fé­lög og rík­is­sjóður hafa fundið fyr­ir af­leiðing­un­um. Fáir telja að hrunið hafi orðið fyr­ir til­vilj­un eða ein­vörðungu vegna áhrifa er­lend­is frá. Hverj­ir bera ábyrgð á því sem gerðist og hve stór er hlut­ur hvers og eins? Þess­ari spurn­ingu er rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is m.a. ætlað að svara. Mál­inu lýk­ur hins veg­ar ekki með skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar því nefnd­in er ekki dóm­stóll. Miklu frek­ar má líta á skýrsl­una sem mik­il­væg­ur hluti af upp­gjöri við það sem gerðist.

Það er hlut­verk sak­sókn­ara og dóm­stóla að fjalla um hugs­an­leg brot ein­stak­linga, en um ráðherra gilda sér­stök lög. Hér er ætl­un­in að beina einkum sjón­um að þeim mögu­leika að mál verði höfðað gegn ráðherra. Ef það ger­ist þarf að kalla Lands­dóm sam­an, en það hef­ur aldrei verið gert.

Segja má að Alþingi sé nú þegar búið að stíga fyrsta skrefið, en þingið kaus skömmu fyr­ir ára­mót níu manna þing­nefnd sem falið er að fjalla um viðbrögð við skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is. Þessi nefnd á að ræða hvort til­efni sé til að ákæra ráðherra og þá út­búa kæru og leggja hana fyr­ir Alþingi. Sam­kvæmt lög­un­um verður ráðherra ekki kærður nema Alþingi hafi samþykkt ákær­una.

Löng og ít­ar­leg skýrsla

Alþingi samþykkti lög í lok árs­ins 2008 um skip­an rann­sókn­ar­nefnd­ar um rann­sókn á aðdrag­anda og or­sök­um falls ís­lensku bank­anna 2008 og tengdra at­b­urða. Í nefnd­inni sitja sitja þrír menn, Páll Hreins­son hæsta­rétt­ar­dóm­ari, Tryggvi Gunn­ars­son umboðsmaður Alþing­is og Sig­ríður Bene­dikts­dótt­ir hag­fræðing­ur. Yfir 300 manns hafa komið fyr­ir nefnd­ina og form­leg skýrsla verið tek­in af um 140 manns. Nefnd­in skil­ar í dag skýrslu um aðdrag­anda og or­sak­ir hruns­ins, en hún er um 2.000 blaðsíður.

Nefnd­in á sam­kvæmt lög­um að „leggja mat á hvort um mis­tök eða van­rækslu hafi verið að ræða við fram­kvæmd laga og reglna um fjár­mála­starf­semi á Íslandi og eft­ir­lit með henni, og hverj­ir kunni að bera ábyrgð á því.“

Við meðferð máls­ins á Alþingi var bætt inn setn­ingu í 14. gr. þar sem seg­ir: „Um ábyrgð ráðherra fer sam­kvæmt lög­um um ráðherra­ábyrgð.“ Þetta þýðir að nefnd­in get­ur ekki lagt til við Alþingi að ráðherra verði dreg­inn fyr­ir Lands­dóm. Nefnd­inni ber hins veg­ar að „leggja mat“ á hvort mis­tök eða van­ræksla hafi átt sér stað og þetta mat snert­ir hlut fjár­mála­stofn­ana, eft­ir­lits­stofn­ana og stjórn­valda.

Það er Alþingi sem samþykkti að láta vinnu skýrsl­una og nefnd­in skil­ar því skýrsl­unni til Alþing­is. Þingið mun ræða efni henn­ar, en síðan mun nefnd sem Alþingi kaus 30. des­em­ber sl. taka til skoðunar hvort það sé eitt­hvað í skýrsl­unni sem gef­ur til efni til að ákæra ráðherra fyr­ir brot eða van­rækslu í starfi. Í nefnd­inni sitja alþing­is­menn­irn­ir Magnús Orri Schram, Ragn­heiður Rík­h­arðsdótt­ir, Atli Gísla­son, Odd­ný G. Harðardótt­ir, Eygló Harðardótt­ir, Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, Sig­urður Ingi Jó­hanns­son og Birgitta Jóns­dótt­ir. Allt eru þetta þing­menn sem hafa starfað stutt á þingi. Mesta þingreynslu hef­ur Atli Gísla­son sem kos­inn var á þing árið 2007. Atli er formaður nefnd­ar­inn­ar, en hann starfaði sem lögmaður í ára­tugi áður en hann var kos­inn á þing.

Eng­in leið er að spá fyr­ir um hver verður niðurstaða þing­nefnd­ar­inn­ar eða hve lang­an tíma hún tel­ur sig þurfa til að kom­ast að niður­stöðu. Nefnd­in get­ur ákveðið að rann­saka til­tek­in atriði bet­ur og þá falið ein­hverj­um að gera það.

Ef nefnd­in kemst að þeirri niður­stöðu að ráðherra hafi brotið af sér í starfi á nefnd­in, sam­kvæmt lög­um um Lands­dóm, að til­greina ákæru­atriðin ná­kvæm­lega í þings­álykt­un­ar­til­lögu sem lögð verður fyr­ir þingið. Ekki verður gef­in út ákæra nema að Alþingi samþykki hana í at­kvæðagreiðslu. Alþingi þarf einnig að kjósa mann til að sækja málið fyr­ir Lands­dómi, en lög­in gera ekki ráð fyr­ir að hann út­búi ákær­una.

Brot ráðherra fyrn­ast á þrem­ur árum

Þegar talað er um hugs­an­leg brot get­ur verið átt við verknað sem hófst fyr­ir þessa dag­setn­ingu en lauk eft­ir 30. des­em­ber 2006. Mjög ólík­legt er hins veg­ar að hægt verði að höfða mál á grund­velli ráðherra­ábyrgðar á hend­ur ráðherr­um sem létu af embætti fyr­ir þenn­an tíma. Davíð Odds­son hætti sem ut­an­rík­is­ráðherra 27. sept­em­ber 2005 og Hall­dór Ásgríms­son hætti sem for­sæt­is­ráðherra 15. júní 2006.

Ein­hver kynna að spyrja hvort Alþingi hefði ekki getað breytt fyrn­ing­ar­regl­um til að halda þeim mögu­leika opn­um að hægt sé að höfða mál vegna hugs­an­legra brota frá embætt­istíð Hall­dórs og Davíðs, sem báru ábyrgð á stjórn lands­ins frá ár­inu 1995-2005. Það er hins veg­ar ekki hægt að breyta fyrn­ing­ar­regl­um með aft­ur­virk­um hætti. Í stjórn­ar­skrá er sett bann við aft­ur­virkni refsilaga.

Davíð hef­ur hins veg­ar þá sér­stöðu að hafa starfað sem seðlabanka­stjóri á þeim árum sem rann­sókn­ar­nefnd­in er að skoða. Seðlabank­inn og Fjár­mála­eft­ir­litið höfðu eft­ir­lits­skyldu og rann­sókn­ar­nefnd­in skoðar m.a. hvernig henni var sinnt.

Refsi­á­byrgð má ekki vera al­menn og óljós

Í 2. gr. laga um ráðherra­ábyrgð seg­ir að krefja megi ráðherra ábyrgðar vegna starfa eða starfa sem hann hef­ur van­rækt ef málið er svo vaxið „að hann hef­ur annaðhvort af ásetn­ingi eða stór­kost­legu hirðuleysi farið í bága við stjórn­ar­skrá lýðveld­is­ins, önn­ur lands­lög eða að öðru leyti stofnað hags­mun­um rík­is­ins í fyr­ir­sjá­an­lega hættu.“

Þetta ákvæði set­ur ákæru­vald­inu viss mörk. Annað hvort þarf ráðherr­an­um að hafa verið það ljóst eða mátt vera það ljóst að hann væri að brjóta lög eða ef ákæra á ráðherra fyr­ir hirðuleysi þarf hirðuleysið að vera „stór­kost­legt“. Ekki er því nóg að sanna að ráðherra hafi sýnt af sér hirðuleysi eða van­rækslu. Sýna þarf fram á að hirðuleysið hafi verið al­var­legt.

Í 8.-10 gr. lag­anna er nán­ar fjallað um refsi­á­byrgð ráðherra. Þar seg­ir m.a. að ráðherra sé ábyrg­ur ef hann verður þess vald­andi „að frelsi eða sjálfs­for­ræði lands­ins“ er skert. (d-liður 8. gr.) Einnig er ráðherra ábyrg­ur „ef hann fram­kvæm­ir nokkuð eða veld­ur því, að fram­kvæmt sé nokkuð, er stofn­ar heill rík­is­ins í fyr­ir­sjá­an­lega hættu.“ Sömu­leiðis ef „hann læt­ur far­ast fyr­ir að fram­kvæma nokkuð það er af­stýrt gat slíkri hættu.“ (b-liður 10. gr.)

Ró­bert Spanó, pró­fess­or við Há­skóla Íslands sem núna gegn­ir störf­um umboðsmanns Alþing­is, fjallaði um skýr­leika refsi­heim­ilda í lög­um um ráðherra­ábyrgð í grein sem hann skrifaði í Tíma­rit lög­fræðinga 2005. Ró­bert vís­ar í ákvæði stjórn­ar­skrár og mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu og seg­ir að gera verði þá kröfu að refsi­heim­ild­ir megi ekki vera of al­menn­ar og óljós­ar. Hann kemst síðan að þeirri niður­stöðu að fyrri hluti 10. gr. laga um ráðherra­ábyrgð sem fjall­ar um góða ráðsmennsku full­nægi ekki kröfu um skýr­leika. Hann tel­ur ekki hægt að full­yrða að þetta eigi við um aðrar grein­ar lag­anna. Ró­bert tel­ur hins veg­ar að í ljósi þró­un­ar í laga­smíð á sviði ref­is­rétt­ar og á sviði mann­rétt­inda sé rétt að end­ur­skoða lög um ráðherra­ábyrgð.

Ekki er úti­lokað að hægt sé að sækja ráðherra til saka fyr­ir brot á al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um, það er vegna brota sem lög um ráðherra­ábyrgð fjalla ekki um. Þar kæmi t.d. til skoðunar 141. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga þar sem seg­ir: „Op­in­ber starfsmaður, sem sek­ur ger­ist um stór­fellda eða ít­rekaða van­rækslu eða hirðuleysi í starfi sínu, skal sæta sekt­um eða fang­elsi allt að 1 ári.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert