„Valdarán Davíðs Oddssonar"

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson. mbl.is/RAX

Össur Skarp­héðins­son, ut­an­rík­is­ráðherra, lýsti því þegar hann gaf rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is skýrslu, að hann hefði talið hug­mynd­ir um þjóðstjórn vera vald­arán Davíðs Odds­son­ar, þáver­andi Seðlabanka­stjóra.

Davíð Odds­son kom á rík­is­stjórn­ar­fund 30. sept­em­ber 2008 og lét þar meðal ann­ars þau um­mæli falla, að ef ein­hverju sinni hefði skap­ast þörf fyr­ir sér­staka þjóðstjórn þá væri það nú. 

„Síðan, kannski aðeins, bara kannski smá­atriði varðandi þessa nótt, var kallað á stjórn­ar­and­stöðuna. Og Guðni Ágústs­son kom, og Krist­inn H. Gunn­ars­son og mig minn­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir. Og mér þótti það merki­legt að mér fannst Guðni Ágústs­son vita tölu­vert um þetta," er haft eft­ir Öss­uri í skýrslu  rann­sókn­ar­nefnd­ar.

„Og þegar við sát­um sam­an, ég og Davíð og þau þrjú og Geir inni hjá þeim, í  ein­hverju her­bergi á 5. hæðinni, að þá fer Guðni að tala: Já, svo eru þessi lög sem þarf að setja, sem ég skildi ekk­ert hvað hann átti við. Það var ekk­ert búið að tala um nein neyðarlög eða svona. Ég skildi þetta ekki fyrr en seinna, tveim­ur dög­um seinna, þegar Davíð tróð sér inn á rík­is­stjórn­ar­fund­inn og fer að tala um neyðarlög­in. Þá fatta ég það, eða ég dró þá álykt­un að þetta væri það sem Guðni hefði verið að vísa til og að þeir hefðu talað sam­an. Og styð það kannski aðeins frek­ar þeim rök­um að Guðni var í út­varps­frétt­um annað hvort mánu­dag eða þriðju­dag og tal­ar þá um þjóðstjórn [...]. Guðni er rosa­lega fínn maður og vin­ur minn og pottþétt­ur að ýmsu leyti, en hann hugs­ar ekki um þjóðstjórn nema ein­hver hvísli því í eyra hans. Þannig að ég held að Davíð hafi talað við Guðna. Ég held að Davíð hafi líka talað við VG um þetta og ég held að það hafi verið mögu­legt að Davíð hafi verið bú­inn að tala við, ýja að þessu við Geir og þegar Guðni, annað hvort er það í þing­inu eða op­in­ber­lega, alla vega tal­ar hann um þjóðstjórn, ég held ör­ugg­lega að hann hafi nefnt það að það þyrfti að vera ein­hver „respecta­ble“ sem hefði þekk­ingu bæði á stjórn­mál­um og bönk­um. Þá leit ég svona, þegar gæ­inn kom síðan á rík­is­stjórn­ar­fund­inn, með réttu eða röngu, en svona álykt­an­ir draga stjórn­mála­menn stund­um, ég er enn á lífi í póli­tík af því að ég er svo­lítið „paranoid“ í nasa­vængj­un­um, ég taldi sem sagt að þetta væri vald­arán Davíðs Odds­son­ar [...].“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert