Vildu komast í Icesave-fé

Yf­ir­menn Lands­bank­ans  vildu í lengstu lög kom­ast hjá því að breyta úti­bú­inu í Bretlandi í dótt­ur­fé­lag vegna þess að þá hefði ekki leng­ur verið jafn auðvelt að nota pen­inga úr úti­bú­un­um í dag­leg­an rekst­ur móður­bank­ans, seg­ir í frétt á vefsíðu BBC um hrun­skýrsl­una.

 BBC rek­ur ásak­an­ir á hend­ur ráðamönn­um um van­rækslu sem fram koma í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is, þeir hafi ekki brugðist við þótt hrun banka­kerf­is­ins vegna ofþenslu þess hafi þegar í árs­lok 2006 verið orðið óumflýj­an­legt. ,,Frá fe­brú­ar til apríl 2008 lentu Ices­a­ve-reikn­ing­arn­ir í tíma­bundn­um vanda þegar um 20% af inni­stæðum voru tekn­ar út en ýms­ir fjöl­miðlar í Bretlandi höfðu þá sagt að ís­lensku bank­arn­ir væru í vanda," seg­ir BBC.

Þá hafi byrjað viðræður milli full­trúa Lands­bank­ans og breska fjár­mála­eft­ir­lits­ins, FSE, um það hvort rétt væri að gera Ices­a­ve að dótt­ur­fé­lagi Lands­bank­ans, aðgerð sem taka myndi sex mánuði. Meðan um var að ræða úti­bú  hafi inni­stæðurn­ar í Bretlandi í reynd verið hluti af inni­stæðum móður­bank­ans ís­lenska. En inni­stæður upp að 50 þúsund pund­um hefðu verið tryggðar af bresku inni­stæðutrygg­ing­unni ef Ices­a­ve hefði verið breytt í sjálf­stætt, breskt dótt­ur­fé­lag Lands­bank­ans.

,,En fyr­ir Lands­bank­ann hefði breyt­ing­in yfir í dótt­ur­fé­lag hins veg­ar verið síður ákjós­an­leg lausn af því að þá hefði ekki verið jafn auðvelt fyr­ir Lands­bank­ann að nota féð sem fólk lagði inn á Ices­a­ve-reikn­ing­ana í dag­leg­um rekstri bank­ans."

BBC seg­ir að seint í apríl hafi dregið úr því að fólk tæki pen­ing­ana út af Ices­a­ve og þá hafi Lands­banka­menn skipt um skoðun, sagt FSE að breyt­ing­in væri nú aðeins mark­mið sem stefnt væri að ,,á næst­unni eða til langs tíma". 

Fin­ancial Times seg­ir m.a. á vef sín­um að í skýrsl­unni sé bent á  aug­ljós­ar vís­bend­ing­ar um slæm vinnu­brögð og lög­brot í bönk­un­um, þ. á m. að verð hluta­bréfa hafi verið hækkað með belli­brögðum. Eft­ir­lits­stofn­an­ir rík­is­ins hafi verið und­ir­mannaðar og skort reynslu og stærstu eig­end­ur bank­anna hafi mis­notað aðstöðu sína til að taka stór lán.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert