Eigið fé verulega ofmetið

Rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is kemst að þeirri niður­stöðu að eig­in­fjár­hlut­fall bank­anna þriggja hafi í raun verið veru­legra lægra en fram kom í upp­gjör­um þeirra. Þá er átt við eign­ir að frá­dregn­um skuld­um, að teknu til­liti til sér­stakra reglna sem gilda um eigið fé fjár­mála­stofn­ana.

Bank­arn­ir lánuðu veru­leg­ar fjár­hæðir til kaupa á hluta­bréf­um í þeim sjálf­um. Þær lán­veit­ing­ar ollu því að bank­arn­ir báru sjálf­ir um­tals­verða áhættu vegna eig­in hluta­bréfa. Þetta er skýrt á eft­ir­far­andi hátt í skýrslu nefnd­ar­inn­ar:

„Ef slík markaðsáhætta er orðin veru­leg inn­an banka er kom­in upp sú staða að ef tap verður í rekstri bank­ans og hluta­bréfa­verð lækk­ar í kjöl­farið verður af­leiðing­in aukið tap vegna þess­ar­ar markaðsáhættu hluta­bréfa bank­ans. Þannig er geta bank­ans til þess að tak­ast á við áföll og tap ekki söm og ef hann bæri enga áhættu vegna eig­in hluta­bréfa.“

Þá er skýrt út að hver króna sem bank­arn­ir fengu í nýtt hluta­fé hafi veitt bönk­un­um mögu­leika á því að stækka efna­hag sinn um 7-10 krón­ur, án þess að lækka hlut­fallið.

Sjá nán­ar um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert