Skarð komið í varnargarðinn

Vatn flæðir um allt og m.a. yfir varnargarð austan við …
Vatn flæðir um allt og m.a. yfir varnargarð austan við Markarfljótsbrú. mbl.is Ómar Óskarsson

Hlaupið er komið að Markarfljóts­brú og hef­ur rofið skarð í varn­argarðinn aust­an við ána. Vega­gerðar­menn náðu að rjúfa skarð í veg­inn og þar spýt­ist jök­ul­vatn af mikl­um krafti. Vega­gerðar­menn ætla sér að rjúfa þrjú skörð í veg­inn.

Rún­ar Pálma­son blaðamaður er við Markarfljóts­brú og seg­ir að það vaxi stöðugt í ánni. Vatnið sé ekki komið upp í brú­argólfið en það sé stutt í það. Um há­deg­is­bil náði hlaupið að rjúfa skarð í varn­argarð aust­an við ána. Vatn streym­ir núna upp að veg­in­um í Þórs­mörk.

Skarð var rofið í veg­inn um 50 metra aust­an við brúna. Mik­il kraft­ur er í hlaup­inu og spýt­ist nú vatn um skarðið. Vatnið er farið að flæða yfir varn­argarða aust­an meg­in við Markarfljóts­brú.

Vega­gerðar­menn rufu annað skarð í veg­inn aust­an við varn­argarðinn og ætla sér að rjúfa þriðja skarðið í veg­inn til að létta á straumn­um og auka lík­ur á að brú­in standi flóðið af sér. Hlaupið sér sjálft um að stækka skörðin. All­ar eyr­ar við brúna eru komn­ar á kaf.

Í til­kuynn­ingu frá al­manna­vörn­um seg­ir að vatns­magn frá eld­stöðinni í toppi Eyja­fjalla­jök­uls sé mikið og gosið miklu stærra en gosið á Fimm­vörðuhálsi.  „Gossprung­an er núna um tveggja kíló­metra löng og ligg­ur norður - vest­ur.  Vatn fer til norðurs og suðurs og get­ur auðveld­lega farið yfir varn­argarðana á Markarfljótsaur­um. Þjóðveg­ur 1 er í hættu á að rofna und­ir Eyja­fjöll­um.  Loft­f­ar á veg­um Land­helg­is­gæslu verður yfir gosstöðvun­um í dag og um borð verða jarðvís­inda­menn og sér­fræðing­ar frá Vatna­mæl­ing­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert