Grjótharður leirinn kæfir sprettuna í túnunum

Þykkt lag af leir og framburði stíflar skurðina.
Þykkt lag af leir og framburði stíflar skurðina. Ómar Óskarsson

Sigurður Þór Þórhallsson, bóndi á Önundarhorni, telur hættu á að stór hluti af tíu ára ræktunarstarfi hans á jörðinni sé unninn fyrir gýg eftir að jökulvatn flæddi yfir 50-60 hektara af túnum við bæinn í fyrradag. „Þessi leir kæfir allan gróður,“ sagði hann. „Þetta er náttúrlega bara hræðilegt.“

Með hlaupinu í Svaðbælisá fylgdi mikið magn af fíngerðum jökulleir. Þegar vatnið hafði sjatnað kom eyðileggingin í ljós. Hún nær bæði til túnanna, sem öll eru nýleg, og til skurðanna sem gegna lykilhlutverki í ræktunarstarfinu.

„Þetta er allt annað land að koma á,“ sagði Sigurður þegar hann gekk með blaðamanni og ljósmyndara Morgunblaðsins um túnin í gær. „Leirinn er eins og malbik.“

Sjá ítarlega umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.


Harður leir er yfir stórum hluta túnana.
Harður leir er yfir stórum hluta túnana. Ómar Óskarsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert