Handritin komin á netið

Handritin eru frá margra alda tímabili.
Handritin eru frá margra alda tímabili. handrit.is

Vefur um íslensk handrit var opnaður á ársfundi Stofnunar Árna Magnússonar í morgun. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra opnaði vefinn formlega. Á handritavefnum er að finna handrit frá margra alda tímabili.

Á ársfundinum var m.a. bent á þau miklu verðmæti sem felast í þeim fjölbreyttu gögnum sem stofnunin varðveitir. Þar á meðal eru handrit, örnefnaskrár, þjóðfræðiefni og orðafræðisöfn. Stofnunin hefur markað sér stefnu um opinn aðgang að þeim. 

Með opnun handritavefjarins er veittur rafrænn aðgangur að handritum sem varðveitt eru í Árnasafni í Kaupmannahöfn, handritadeild Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og í Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Einnig er veittur aðgangur að stafrænum myndum af handritunum.

Nú þegar hafa um 200.000 blaðsíður verið myndaðar og eru mynduð handrit 851.

Heimasíða handritavefsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert