Tilraunalandið

00:00
00:00

Til­rauna­land Nor­ræna húss­ins og Há­skóla Íslands hef­ur vakið mikla lukku enda sann­kölluð fróðleiksnáma fyr­ir unga sem aldna. Yfir hundrað nem­end­ur heim­sækja sýn­ing­una dag hvern og fullt er út úr dyr­um um helg­ar.

Meðal til­rauna og tækja sem gest­ir fá að kynn­ast eru sápu­kúlu­borðið, kúlu­bekk­ur­inn, eldorg­elið, risa hús­gögn, hvirfil­flösk­ur og strimla­speg­ill svo eitt­hvað sé nefnt.

Frá og með 15.maí næst­kom­andi mun Til­rauna­landið svo flytj­ast út á lóð Nor­ræna húss­ins þar sem hægt verður að fram­kvæma til­raun­ir und­ir ber­um himni.

Eng­inn aðgangs­eyr­ir er á sýn­ing­una, all­ir eru vel­komn­ir en þurfa að skrá sig á www.norra­ena­husid.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert