Varað við akstri í öskufalli

Askan sem féll á Mýrdalssandi skömmu eftir að gosið hófst …
Askan sem féll á Mýrdalssandi skömmu eftir að gosið hófst í Eyjafjallajökli mbl.is/Ómar Óskarsson

Þar sem mikil aska liggur yfir í Vík í Mýrdal og undir Eyjafjöllum eru tilmæli frá lögreglunni á Hvolsvelli til vegfarenda að sýna varúð í akstri á svæðinu. Í miklu öskufalli skal helst forðast akstur eins og kostur er.

Aska er skaðleg ökutækjum og vegir geta orðið hálir jafnframt því sem það dregur úr skyggni . Þegar ekið er um þyrlast aska upp. Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitssemi og aka hægt til að bílar þyrli síður upp öskuryki. Þetta á einkum við í þorpinu í Vík en einnig þar sem vegurinn um öskufallssvæðið liggur nærri bæjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert