Annir á Akureyri á ný

Akureyrarflugvöllur þéttbókaður af vélum í flugi til og frá landinu.
Akureyrarflugvöllur þéttbókaður af vélum í flugi til og frá landinu. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Stæðið á Akureyrarflugvelli var þéttbókað í kvöld þegar fjórar vélar frá Icelandair voru þar og ein frá Iceland Express. Eftir að Keflavíkurflugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur lokuðust vegna öskuskýja í háloftunum í dag fluttist miðstöð millilandaflugsins til Akureyrar á ný.

Útlit er fyrir mikla flugumferð á Akureyrarflugvelli næstu sólarhringa. Í fyrramálið eru fimm vélar að fara frá Icelandair til Glasgow frá klukkan fimm til átta og fimm vélar frá Iceland Express um miðjan dag á morgun til Kaupmannahafnar, London og Varsjá. Er talið að hátt í 800 farþegar eigi bókað flug frá Akureyri í fyrramálið.

Fjöldi farþega kom til landsins í kvöld frá Glasgow. Flestir fóru rakleiðis upp í rútur sem ferja þá til Reykjavíkur í nótt en einhverjir kusu að gista yfir nóttina á hótelum á Akureyri.

Fjöldi farþega kom í kvöld með vélum Icelandair frá Glasgow.
Fjöldi farþega kom í kvöld með vélum Icelandair frá Glasgow. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert