Ekkert skólahald í Vík

Hreinsunarbílar hafa verið að störfum í Vík.
Hreinsunarbílar hafa verið að störfum í Vík. mbl.is/Jónas Erlendsson

Allt skólahald í Vík í Mýrdal fellur niður á morgun vegna öskufallsins, bæði í leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla. Munu starfsmenn skólanna nota daginn til að þrífa þá að utan að innan, en askan hefur smeygt sér leið inn um glugga og hurðir. Þetta kom fram í fréttum RÚV en hreinsunarstarf hefur verið í gangi í Vík um helgina og tækjabílar frá Reykjavíkurborg m.a. verið notaðir við að sópa og hreinsa göturnar. Vonast til að skólahald hefjist að nýju á þriðjudag samkvæmt dagskrá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert