Samkvæmt öskufallsspá Metoffice fyrir háloftin breiðir askan enn úr sér á Norður-Atlantshafi undir 20 þúsund feta flughæð, og nær einnig ofar í háloftin, allt að 35 þúsund fetum. Meðfylgjandi kort sýnir spána kl. 12 á hádegi á morgun og hefur svæðið lítið breyst frá síðustu spá sem gerð var fyrir tímabilið kringum sex í fyrramálið.
Öskuskýið frá Eyjafjallajökli hefur raskar flugi hér á landi og víðar í Evrópu. Flug á Suður-Grænlandi hefur einnig legið niðri. Ný spá er væntanleg frá Metoffice, sem sýnir þá stöðuna eins og hún verður á hádegi.
Íslensku flugfélögin halda áfram millilandaflugi frá Akureyri fram eftir morgundeginum en vonir standa til að hægt verði að opna Keflavíkurflugvöll annað kvöld eða á þriðjudagsmorgunn.