Icelandair áberandi í Glasgow

Boeing-vélar frá Icelandair á flugvellinum í Glasgow í morgun.
Boeing-vélar frá Icelandair á flugvellinum í Glasgow í morgun. mbl.is/GSH

Vélar Icelandair hafa verið áberandi á flugvellinum í Glasgow eftir að tengiflugið milli Bandaríkjanna og Evrópu var flutt þangað aftur frá Keflavíkurflugvelli vegna öskuskýja í háloftunum. Um tíma voru sex vélar við flugstöðina í Glasgow í morgun.

Nokkrar vélar Icelandair hafa farið frá Akureyri til Glasgow í morgun og þrjár vélar eru væntanlegar frá Skotlandi í dag, auk fleiri véla sem eru að koma frá Kaupmannahöfn, Osló og London á vegum Icelandair og Iceland Express.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert