Aska fannst í hreyflum Ryanair þota

Boeing flugvél Ryanair
Boeing flugvél Ryanair Reuters

Aska hefur fundist í hreyflum tveggja þota Ryanair flugfélagsins á flugvellinum í Belfast á Norður-Írlandi. Var fjórum flugferðum Ryanair til Englands aflýst í gær. Í fyrstu gaf flugfélagið þá skýringu að ótengdar bilanir hefðu komið upp í vélunum tveimur. 

Eftir ítarlega skoðun kom í ljós að örlítil aska frá eldgosinu í Eyjafjallajökli fannst í hreyflum vélanna.Talsmaður Ryanair segir í samtali við BBC að vélarnar verði notaður síðar í dag. 

Vélarnar höfðu flogið um breska lofthelgi sem var opin og engar hömlur settar á flug þar um vegna ösku í háloftunum.  Talsmaður Ryanair segir að ekki sé komin skýring á því hvers vegna aska fannst í hreyflum vélanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert