Dökkur mökkur eftir skjálfta

Gosmökkurinn er mjög hár og dökkur frá eldgosinu í Eyjafjallajökli
Gosmökkurinn er mjög hár og dökkur frá eldgosinu í Eyjafjallajökli mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Gosmökkurinn frá eldstöðinni í Eyjafjallajökli dökknaði í morgun í kjölfar skjálftahrinu sem fór af stað upp klukkan ellefu.Á fjórða tug skjálfta hafa komið fram og eiga þeir allir upptök sín á talsverðu dýpi, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlisfræðings.

„Með skjálftum berst inn ný kvika sem getur verið orsakasamhengi þess að gosmökkurinn eykst,“ sagði Magnús Tumi í samtali við Morgunblaðið.

„Hér hefur verið talsvert mikið öskufall síðan í gærkvöld. Mökkinn leggur beint yfir okkur og við fáum yfir okkur þétta ösku sem er gráleitari en við höfum áður séð. Hér voru miklar drunur í nótt og í morgun og því fylgdi mikil aska. Hér er ljótt um að lítast, en tún þó það vel sprottin að nálin nær enn vel uppúr,“ sagði Sverrir Magnússon í Skógum undir Eyjafjöllum í samtali við Mbl. nú fyrir stundu.

Hér sést vel yfir eldgosið í Eyjafjallajökli
Hér sést vel yfir eldgosið í Eyjafjallajökli Vefmyndavél Mílu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka