Gígurinn tekinn að þrengjast og þeytir hraunbjörgum

Hraunbjörgin þeytast hátt til lofts.
Hraunbjörgin þeytast hátt til lofts. mbl.is/Ómar Ragnarsson

Sumar bomburnar sem Eyjafjallajökull sendi út í loftið í gær voru engin smásmíði. Að sögn Ómars Ragnarssonar, sem flaug framhjá toppgígnum í gær, voru sumar þeirra á stærð við jeppa og var gígurinn farinn að þrengjast talsvert að sögn hans.

„Ég tel að viðbúnaði hafi verið öfugt háttað hvað varðar breytingar á gosinu fram að þessu. Hingað til hafa allir farið á límingunum þegar byrjað hefur að gjósa á nýjum stað með stórauknum boðum og bönnum en ég tel hins vegar að hættulegasta stigið sé þegar gos er að deyja út eins og gerðist á Fimmvörðuhálsi. Þá eiga menn fyrst og fremst að vera á tánum og hafa á sér djúpan vara,“ skrifaði Ómar á bloggsíðu sína í gær.

Sjá nánar um eldgosið í Eyjafjallajökli, áhrif þess og afleiðingar, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka