Kostnaður vegna eldgossins 400-600 milljónir

Horft til gosstöðvanna úr Fljótshlíð.
Horft til gosstöðvanna úr Fljótshlíð. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Kostnaður stjórnvalda vegna eldgossins í Eyjafjallajökli er á milli 400-600 milljónir króna, samkvæmt bráðabirgðatölum sem kynntar voru á fundi ríkisstjórnar í dag. Kemur það fyrst og fremst til kasta bjargráðasjóðs og viðlagatrygginga að annast þann kostnað.

Þrjú ráðuneyti munu sjá um að gera lagabreytingar svo sjóðirnir geti greitt féð út.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert