Grábrúnn himin á Selfossi

Öskugráir bílar og búið að skrifa Selfoss í drulluna.
Öskugráir bílar og búið að skrifa Selfoss í drulluna. mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson

Aska frá eldgosinu í Eyjafjallajökli hefur í nótt fallið á Selfossi. Rigning féll með öskunni sem því er blotakennd og sest á allt. „Þegar er óverulegt,“ segir Sigmundur Sigurgeirsson fréttaritari Mbl. í samtali.

Vindur á Suðurlandi snérist í gærkvöldi til vestlægra áttar og hefur aska fallið víða í sveitum í Rangárvallasýslu og á Selfossi. „Þetta var svolítið skot sem kom hér upp úr klukkan sjö. Austurhimininn var kolsvartur,“ sagði Magnús Páll Sigurjónsson lögreglumaður á Selfossi í samtali við Mbl.

„Þegar öskufallið fer fer saman við rigningu líta bílarnir út eins og þeim hafi veirð ekið í gegnum drullupoll," segir Sigmundur og bætir við að sé himinn sé grábrúnn til suðurs að sjá - og það bendi til þess að aska sé í loftinu. Öskufallið nú minni sig nokkuð á hvernig umhorfs var í Heklugosinu árið 1980.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka