Mikið svifryk á Hvolsvelli

Íbúar á Hvolsvelli þvær ösku af bíl sínum.
Íbúar á Hvolsvelli þvær ösku af bíl sínum. mbl.is/RAX

Þó að ekki sé öskufall á Hvolsvelli sýnir loftgæðamælir á staðnum að svifryk er langt yfir heilsuverndarmörkum.  Um kl. 7 í morgun sýndi mælirinn að svifryk í andrúmsloftinu fór í 853,9 µg/m³.  Reykjavíkurborg miðað við að heilsuverndarmörk fyrir sólarhring sé 50 µg/m³ og nokkuð ljóst að svifryk í dag fer vel yfir þau mörk.

Búið er að koma fyrir loftgæðamæli frá Reykjavíkurborg fyrir á Hvolsvelli. Fram eftir degi í gær mældist lítið sem ekkert af svifryki á mælinum. Ástæðan var sú að þá rigndi, en rigningin skolar fínni öskunni úr andrúmsloftinu og heldur henni niðri.

Upp úr kl. 15 rauk mælirinn upp í 300µg/m 3. Um 16:30 fór hann í 1.377,0 µg/m³ og síðan hefur hann lægst farið í um 30 µg/m³.

Aska fellur núna sunnan við eldstöðina. Á Hvolsvelli var sólskyn í morgun og talsverður vindur. Askan sem féll í gær fýkur því um allt.

Fylgjast má með loftgæðum á Hvolsvelli á slóðinni www.loft.rvk.is (færanleg mælistöð).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert