Riftun vegna 90 milljarða

Höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti.
Höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti. reuters

Slita­stjórn Lands­bank­ans er þessa dag­ana að senda út yf­ir­lýs­ing­ar um rift­un­ar­mál á hend­ur ýms­um aðilum, þar á meðal á hend­ur fyrr­ver­andi stjórn­end­um bank­ans og öðrum fjár­mála­stofn­un­um. Þær fjár­hæðir sem verið er að krefjast end­ur­heimta á eru í kring­um 90 millj­arðar króna. Einnig krefst slita­stjórn þess að fá greidda trygg­inga­fjár­hæð upp á 9 millj­arða vegna sak­næmr­ar hátt­semi stjórn­enda bank­ans.

Slita­stjórn Lands­bank­ans réð síðasta sum­ar til sín teymi sér­fræðinga hjá Deloitte í Bretlandi til að rann­saka rekst­ur Lands­bank­ans í aðdrag­anda hruns­ins. Her­dís Hall­m­ars­dótt­ir, sem sæti á í slita­stjórn Lands­bank­ans, sagði að rann­sókn­in væri langt kom­inn en ekki lokið.

„Lands­bank­inn var með trygg­ingu, svo­kallaða D&O policy, sem fel­ur í sér trygg­inga­vernd vegna sak­næmr­ar hátt­semi stjórn­enda bank­ans. Þar erum við að tala um sak­næma hátt­semi í skiln­ingi skaðabóta­rétt­ar­ins en ekki refsirétt­ar­ins. Þessi trygg­ing hljóðar upp á sam­tals 50 millj­ón­ir evra eða um 9 millj­arða króna.

Við höf­um til­kynnt 11 at­vik sem við telj­um að varði bóta­skyldu stjórn­enda og krefj­umst greiðslu úr trygg­ing­unni á grund­velli henn­ar.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert