Riftun vegna 90 milljarða

Höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti.
Höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti. reuters

Slitastjórn Landsbankans er þessa dagana að senda út yfirlýsingar um riftunarmál á hendur ýmsum aðilum, þar á meðal á hendur fyrrverandi stjórnendum bankans og öðrum fjármálastofnunum. Þær fjárhæðir sem verið er að krefjast endurheimta á eru í kringum 90 milljarðar króna. Einnig krefst slitastjórn þess að fá greidda tryggingafjárhæð upp á 9 milljarða vegna saknæmrar háttsemi stjórnenda bankans.

Slitastjórn Landsbankans réð síðasta sumar til sín teymi sérfræðinga hjá Deloitte í Bretlandi til að rannsaka rekstur Landsbankans í aðdraganda hrunsins. Herdís Hallmarsdóttir, sem sæti á í slitastjórn Landsbankans, sagði að rannsóknin væri langt kominn en ekki lokið.

„Landsbankinn var með tryggingu, svokallaða D&O policy, sem felur í sér tryggingavernd vegna saknæmrar háttsemi stjórnenda bankans. Þar erum við að tala um saknæma háttsemi í skilningi skaðabótaréttarins en ekki refsiréttarins. Þessi trygging hljóðar upp á samtals 50 milljónir evra eða um 9 milljarða króna.

Við höfum tilkynnt 11 atvik sem við teljum að varði bótaskyldu stjórnenda og krefjumst greiðslu úr tryggingunni á grundvelli hennar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert