Fundað vegna fjárbænda: Aðgerðir ræddar

Sauðfé í nágrenni Eyjafjallajökuls.
Sauðfé í nágrenni Eyjafjallajökuls. mbl.is/RAX

Landbúnaðarráðherra fundaði í gærkvöldi með embættismönnum vegna aðgerða sem til framkvæmda geta komið á næstunni og snerta landbúnað á þeim svæðum sem orðið hafa verst úti vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.

Sérstaklega var ætlunin að skoða stöðu sauðfjárbænda. Sauðfjárbúskapur er víða stundaður undir Eyjafjöllum og eru þar alls um 5.200 fjár. Í sauðburðinum er beinlínis lífsspursmál að féð komist út sem ekki hefur verið gerlegt undanfarna daga vegna öskufallsins.

Sjá nánar um áhrif og afleiðingar eldgossins í Eyjafjallajökli í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka