Aska berst í Jökulsárhlíð

Askan frá eldgosinu í Eyjafjallajökli berst víða en í morgun urðu íbúar í Jökulsárhlíð á Fljótdalshéraði varir við öskufall. ,,Það var svona upp úr klukkan sjö í morgun sem þetta byrjaði og stóð fram undir klukkan ellefu", segir Sunna Þórarinsdóttir í Másseli, í samtali við Austurgluggann.

Búast má við öskufalli norður og norðvestur af eldstöðinni í dag. Á morgun og fimmtudag er talið að aska berist til norðurs.

Sjá nánar á Austurglugganum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka