Gosið sambærilegt af stærð og Heimaeyjargosið

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur við gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi.
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur við gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi. mbl.is/Ragnar Axelsson

Áætlað er að borist hafi upp um 250 milljón rúmmetrar af kviku í eldgosinu í Eyjafjallajökli hið minnsta. Haraldur Sigurðsson, eldfjallasérfræðingur,segir á vef sínum að gosið nú sé orðið sambærilegt af stærð við Heimaeyjargosið 1973, sem hlóð upp Eldfelli.  Magn af gosefni úr  Eyjafjallajökli er nú nægilegt til að mynda lag yfir allri Reykjavík sem er tæpur metri á þykkt. 

Gosin í Heklu 1947 og Kötlu 1918 gætu hafa myndað lag yfir höfuðborginni sem er meira en 3 metrar á þykkt, en gosefnið frá Lakagígum árið 1783 myndi þekja Reykjavík með hvorki meira né minna en 55 metra þykku lagi, að því er Haraldur ritar á vef sinn.

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka