Tugum ráðstefna og funda sem halda átti á Grand hóteli Reykjavík hefur verið frestað eða hætt við þá eftir að gos hófst í Eyjafjallajökli.
„Þetta veldur mjög miklu tapi fyrir hótelið,“ segir Ingólfur Einarsson aðstoðarhótelstjóri. Svipaða sögu er að segja víða annars staðar. Vegna stopulla flugsamgangna hætta fyrirtæki við að halda fundi á Íslandi og samtök treysta sér ekki til að halda ráðstefnur sínar hér.
Sjá nánar um þetta mál og aðrar afleiðingar eldgossins í Eyjafjallajökli í Morgunblaðinu í dag.