Viðbragðsteymi á slóðum eldgossins

mbl.is

Samráðshópur stjórnvalda og ferðaþjónustu hefur verið starfandi frá upphafi goss í Eyjafjallajökli undir forystu iðnaðarráðherra. Viðbragðsteymið heimsækir í dag ferðaþjónustufyrirtæki, forsvarsmenn sveitarfélaga og almannavarna á Hvolsvelli, í Vík og á Moldnúpi undir Eyjafjöllum.

Einnig mun hópurinn kynna sér ástand mála á ýmsum stöðum í Fljótshlíð, undir Eyjafjöllum og í Mýrdal sem hafa orðið fyrir mestum búsifjum af völdum gossins og hlýða á sjónarmið um aðgengi ferðamanna að þessum slóðum í sumar. Gert er ráð fyrir að iðnaðarráðherra sláist í hópinn eftir ríkisstjórnarfund. Hópurinn verður á Hvolsvelli kl. 10:30, í Vík kl. 13 og á Hótel Önnu, Moldnúpi kl. 16:00.

Í samráðshópi stjórnvalda og ferðaþjónustu eru fulltrúar iðnaðarráðuneytis, Almannavarna, Höfuðborgarstofu, samgönguráðuneytis, utanríkisráðuneytis, Ferðamálastofu, Útflutningsráðs, Samtaka ferðaþjónustufyrirtækja, Icelandair og Iceland Express, samkvæmt vef iðnaðarráðuneytisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka