Öskufall í Noregi

Þessi aska féll í Mosfellsbæ í dag.
Þessi aska féll í Mosfellsbæ í dag. Ljósmynd Ágústa

Aska frá eldgosinu í Eyjafjallajökli hefur fundist víða, bæði innanlands sem utan. Karl Sigurðsson, sem býr í Kristjánssandi í Noregi, segir að þegar hann fór að huga að bát sínum um helgina hafi verið svart lag yfir öllum bátnum. Rúmur mánuður er síðan hann hafði síðast gætt að bátnum og þá var ekkert slíkt lag á honum.

Að sögn Karls hefur hann verið í Bandaríkjunum undanfarið þannig að hann vissi ekki nákvæmlega hvenær askan hefur fallið á bátinn. Hann hefur aldrei upplifað slíkan skít á bátnum að vori til og var mjög erfitt að þrífa hann en báturinn er hvítur á lit. 

Karl hefur heyrt af fleirum á þessum slóðum sem hafa orðið varir við ösku á bílum sínum og bátum.

Rétt eftir hádegi í dag féll askan sem sést á myndinni í garð í Mosfellsbænum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert