Eyðimörk eins og á tunglinu

Eðjan fyllti farveg Svaðbælisár og flaut yfir varnargarðana á köflum. …
Eðjan fyllti farveg Svaðbælisár og flaut yfir varnargarðana á köflum. Aurinn er gjörsamlega lífvana. mbl.is/Ólafur Eggertsson

Eðjuflóð, líkast fljótandi pússningarlögun, kom niður Svaðbælisá ofan við Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum um klukkan níu í gærmorgun. Flóðið tók að sjatna upp úr hádeginu.

„Farvegurinn var orðinn hálffullur af fyrra flóðinu. Svo kom þetta og þá flaut yfir varnargarðana á um 150 metra svæði og gutlaði yfir á nýjum stöðum,“ sagði Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri. Drullan fyllti farveg árinnar svo hann varð sléttfullur alveg upp á barma á varnargörðunum. Farvegurinn hefur breitt svo úr sér að hann er orðinn margir ferkílómetrar að stærð að mati Ólafs. Eðjan á eftir að fjúka og skolast til.

„Þetta er algjör eyðimörk – líflaus eins og á tunglinu,“ sagði Ólafur. „Svo eru fjöllin kolbikasvört. Þar sést ekki í strá. Það er helst að lúpínan rífi sig upp úr drullunni.“


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka