Gosvirkni hefur minnkað

Ekkert lát er á gosinu í Eyjafjallajökli en gosvirknin hefur …
Ekkert lát er á gosinu í Eyjafjallajökli en gosvirknin hefur þó minnkað. mbl.is/RAX

Gosvirkni í Eyjafjallajökli hefur minnkað nokkuð undanfarna daga. Það geti bent til þess að kraftur í gosinu fari minnkandi. Þetta sagði Steinunn Jakobsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, á stöðufundi í morgun.

Steinunn sagði að vegna slæms skyggnis sé erfiðara að segja til um gang gossins. Hins vegar megi sjá á radarmyndum frá Landhelgisgæslu Íslands, að gosmökkurinn sé töluvert minni en að undanförnu. Samkvæmt þeim hafi hann farið niður í þrjá kílómetra í gær, þó svo hann hafi farið upp í sex til sjö kílómetra hæð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert