Leigutakarnir þurfa að bæta tjón á öskubílunum

Askan þyrlast upp á Mýrdalssandi.
Askan þyrlast upp á Mýrdalssandi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Nokkur mál hafa komið upp á síðustu vikum þar sem bílaleigubílar hafa skemmst í öskufalli frá Eyjafjallajökli.

Í slíkum tilvikum er það leigutakanna, samkvæmt skilmálum tryggingafélaganna, að bera tjónið og getur kostnaður verið umtalsverður.

Sé ekið til dæmis inn í driftir vikurs og ösku á vegi sem bíll fer út af bæta tryggingarnar slíkt tjón. Lendi ökumaður hins vegar í öskufalli í sandstormi þannig að til dæmis lakk og ljós á bíl skemmist skrifast skaðinn á leigutakann.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka