Útför Kristófers Darra Ólafssonar, þriggja ára drengs sem lést af slysförum á gjörgæsludeild Landspítalans 17. maí, fer fram frá Grafarvogskirkju á morgun, föstudag, klukkan 13.
Kristófer Darri fæddist 11. september árið 2006, sonur Maríu Magdalenu Steinarsdóttur og Ólafs Hauks Hákonarsonar. Hann lést eftir slys sem varð í leiktæki við fjölbýlishús í Grafarvoginum í Reykjavík síðdegis á laugardag.