Auglýsingar í fjölda landa

Fyrstu auglýsingar í markaðsátaki til að bregðast við alvarlegri stöðu í íslenskri ferðaþjónustu vegna eldgossins í Eyjafjallajökli, birtust í breskum blöðum í dag. Eftir helgina birtast auglýsingar í Danmörku, Þýskalandi og Frakklandi og einnig er stefnt að því að birta auglýsingar í Bandaríkjunum.

Gert er ráð fyrir að þessi Íslandskynning kosti 700 milljónir króna. Íslenska auglýsingastofan hefur skipulagt markaðsátakið, sem ber  yfirskriftina Inspired by Iceland.

Auk auglýsinganna hafa heimsþekktir listamenn á borð við Eric Clapton, David Byrne, Viggo Mortensen og Stephen Fry verið fengnir til að segja frá kynnum sínum af landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert