Veðurstofan fékk í dag tilkynningu úr Hlíðarendakoti í Fljótshlíð um að bláleitar gufur komi í einskonar skýjum út með hlíðinni í vesturátt. Þeim fylgi rotnunarfýla og þau valda höfuðverk ef þau eru dimm.
Innsti bær í Fljótshlíð
er Fjótsdalur við Þórólfsfell en næst-innstu bæir eru Neðri-Þverá,
Smáratún og Eyvindarmúli. Bændur á Neðri-Þverá sögðust sjá þetta sama koma inn
í fjósið með viftunum.