Gosið gengur upp og niður

Eldgosið í Eyjafjallajökli
Eldgosið í Eyjafjallajökli mbl.is/SASI

„Þetta er í þriðja skiptið sem dregur úr gosinu. Það er fullkomlega ómögulegt að segja hvort þessi lækkun er sú síðasta eða ekki,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson prófessor spurður hvort gosið í Eyjafjallajökli væri að fjara út.

Gosmökkurinn hefur lækkað undanfarna daga og bendir það til þess að verulega hafi dregið úr kvikuflæði miðað við lok síðustu viku. Mökkurinn náði í gær upp í um fimm kílómetra hæð.

Nú er kvikuflæðið talið vera vel undir 50 tonnum á sekúndu, að því er kom fram í stöðuskýrslu Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnunar HÍ í gær. Þar sagði og að enn mætti búast við sveiflum í gosvirkninni með breytilegu gjóskufalli. Öskufall var í Fljótsdal, innsta bæ í Fljótshlíð, í gær.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka