Sópuðu og skúruðu götur

„Við tókum Vík þrisvar sinnum og allan Hvolsvöll og erum nú að ljúka við Skóga,“ sagði Rögnvaldur Guðmundsson, stjórnarformaður Hreinsitækni. Fyrirtækið hefur verið með allt að sex tæki, götusópa og þvottabíla, við hreinsun gatna og vega á öskufallssvæðinu.

„Við erum búnir að taka það helsta þarna. Þetta er gríðarlegt magn af ösku og erfitt við að eiga, sérstaklega á Skógum og bæjunum í kring,“ sagði Rögnvaldur. „Sem dæmi þá tókum við um 60 rúmmetra af ösku á veginum frá hringveginum og upp að Skógum. Það eru um tíu bílhlöss í sópnum.“

Rögnvaldur sagði að efnið væri bæði þungt og erfitt viðureignar.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert