Órói hefur minnkað mikið

Sáralítill órói berst nú frá eldstöðinni í Eyjafjallajökli. Sá sem …
Sáralítill órói berst nú frá eldstöðinni í Eyjafjallajökli. Sá sem mælist gæti stafað frá gufu sem kemur frá gígnum. http://eldgos.mila.is

Órói á mælum Veðurstofunnar frá Eyjafjallajökli heldur áfram að minnka og er að nálgast það sem hann var fyrir gos. Óróinn mælist nú aðeins meiri en hann var fyrir gosið, einkum á miðtíðninni 1-2 Hz en það gæti verið vegna gufu sem kemur frá gígnum.

Gufumökkurinn rís í um þriggja km hæð samkvæmt athugunum flugmanna, að því er segir í stöðuskýrslu Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnunar HÍ í dag. Engar tilkynningar hafa borist um öskufall og engar eldingar hafa mælst í mekkinum.  Lítið vatnsrennsli er frá Gígjökli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka