Áfram gufubólstar frá gígnum

Eyjafjallajökull séður frá Hvolsvelli.
Eyjafjallajökull séður frá Hvolsvelli. mila.is

Enn leggur gufubólstra frá eldstöðinni í Eyjafjallajökli eins og sjá má á vefmyndavélum Mílu. Í gær var gufumökkurinn í tæplega 2 kílómetra hæð.

Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni á gosstöðvunum og aðeins einn skjálfti hefur mælst í jöklinum frá miðnætti.  Óróinn er þó aðeins meiri en fyrir gos.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka