Askan enn ekki til friðs

Öskufjúk var undir Eyjafjöllum og austur á Sólheimasand í gær.
Öskufjúk var undir Eyjafjöllum og austur á Sólheimasand í gær. mbl.is/Jónas Erlendsson

Bændur á öskufallssvæðinu og búnaðarsamtök vinna að undirbúningi heymiðlunar og heyskapar í sumar. Leitað er leiða til að ná nýtanlegum heyjum þrátt fyrir ösku á túnum. Hreinsunarstarf er hafið á ný og bætt verður í næstu daga.

Stjórnendur Almannavarna og jarðvísindamenn ræða saman í dag um stöðu mála og hvernig bregðast skuli við ef gosinu er að ljúka.

Kjartan Þorkelsson sýslumaður reiknar með að viðbúnaður verði óbreyttur næstu daga.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert