Askan enn ekki til friðs

Öskufjúk var undir Eyjafjöllum og austur á Sólheimasand í gær.
Öskufjúk var undir Eyjafjöllum og austur á Sólheimasand í gær. mbl.is/Jónas Erlendsson

Bændur á öskufallssvæðinu og búnaðarsamtök vinna að undirbúningi heymiðlunar og heyskapar í sumar. Leitað er leiða til að ná nýtanlegum heyjum þrátt fyrir ösku á túnum. Hreinsunarstarf er hafið á ný og bætt verður í næstu daga.

Stjórnendur Almannavarna og jarðvísindamenn ræða saman í dag um stöðu mála og hvernig bregðast skuli við ef gosinu er að ljúka.

Kjartan Þorkelsson sýslumaður reiknar með að viðbúnaður verði óbreyttur næstu daga.

Brunaverðir frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðsins og Brunavörnum Rangárvallasýslu voru í gær að spúla þök og hlöð húsa undir Austur-Eyjafjöllum. Í dag hefja tveir vinnuflokkar atvinnulauss fólks frá Vinnumiðlun Suðurlands starf að hreinsun- og uppbyggingu á vegum Rangárþings eystra og Mýrdalshrepps. „Við erum einnig að leita eftir sjálfboðaliðahópum til að koma í þessari viku og þeirri næstu til að aðstoða,“ segir Vagn Kristjánsson, forstöðumaður Þjónustumiðstöðvarinnar í Heimalandi.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka