Byrjað að laga Þórsmerkurveg

Skáli Ferðafélags Íslands í Þórsmörk
Skáli Ferðafélags Íslands í Þórsmörk mbl.is/Árni Sæberg

Vinna við lagfæringar á veginum inn í Þórsmörk hófst í gær. Þar er unnið á einni jarðýtu við gerð vaða yfir árnar eftir veturinn og nýjan slóða við Gígjökul vegna vatnsflóðsins sem þar kom fram.

Bjarni Jón Finnsson, rekstrarstjóri hjá Vegagerðinni, reiknar með að verkinu ljúki fyrir helgi.

Vegurinn við Gígjökul er enn á skilgreindu hættusvæði og ekki hefur verið ákveðið hvenær Þórsmerkurvegur verður opnaður fyrir almenna umferð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert