Lítil virkni í eldstöðinni

Eyjafjallajökull séður frá Hvolsvelli í morgun.
Eyjafjallajökull séður frá Hvolsvelli í morgun.

Lítil virkni var í eldstöðinni í Eyjafjallajökli í dag. Fram kemur í stöðuskýrslu Jarðvísindastofnunar og Veðurstofunnar, að hvít vatnsgufa hafi stigið upp frá eldstöðinni í morgunn, en ekki hafi sést til hennar seinnipartinn.

Lélegt skyggni hefur verið í Vík og Vestmannaeyjum sökum upplásturs öskunnar, sem barst þangað frá eldgosinu. Ekkert  hefur sést til fjallsins síðdegis á vefmyndavélum sökum uppblásturs ösku umhverfis jökulinn. Kom uppblásturinn vel fram á gervitunglamyndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert