Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, segir að yfirborð vikursins við stóra gíginn í Eyjafjallajökli minni á jarðsprengjusvæði. Þetta eru gígar eftir hraunslettur af ýmsum stærðum, sem sprengingarnar hafa varpað upp, og þegar þær lenda grafast þær djúpt niður í vikur og ís, skrifar Haraldur á vef sinn.
Haraldur var á ferð um eldgosasvæðið í gær með kvikmyndaliði Profilm, sem nú vinnur að annarri
heimildamynd um gosið fyrir National Geographic TV. Eftir að hringsóla um gíginn lentu þeir á vestur barmi öskjunnar eða
stóra gígsins, rétt fyrir sunnan Goðastein.
„Ég gróf upp nokkrar bombur, sem eru fremur glerkenndar. Mér til mikillar gleði innihalda sumar þeirra gabbró mola eða stórar þyrpingar af steindum eða mínerölum af tegundunum olívín, plagíóklas og pýroxen. Glerkennd áferð þeirra er stórfalleg," skrifar Haraldur á vef sinn.
Hér er hægt að lesa nánar um ferðalag hans og félaga í gær