Aska í lofti yfir Reykjanesi

Aska frá eldgosinu í Eyjafjallajökli er enn í loftinu þótt …
Aska frá eldgosinu í Eyjafjallajökli er enn í loftinu þótt gosið hafi legið niðri undafarna daga.

Sjá má ösku í lofti á gervi­hnatta­mynd­um yfir Reykja­nesskaga og suðvest­ur af land­inu en í námunda við Eyja­fjalla­jök­ull hef­ur rign­ing­in komið í veg fyr­ir upp­blást­ur ösk­unn­ar.

Í leiðangri Jarðvís­inda­stofn­un­ar Há­skóla Íslands á Eyja­fjalla­jök­ul í gær voru mæld snið í gjósk­una og gengið á barma aust­urgíga. Gjóska á gíg­börm­un­um mæld­ist 30 til 40 metra þykk. Mikl­ir gufu­mekk­ir standa upp úr gíg­un­um  og ein­staka smá­ar spreng­ing­ar sem í er aska.

Í stöðuskýrslu Jarðvís­inda­stofn­un­ar og Veður­stof­unn­ar seg­ir, að mikið hviss í gíg­um bendi til mik­ill­ar hvera­virkni en megn brenni­steins­fýla á gíg­börm­um. Ekki sást niður í botn gíg­anna vegna gufu. Gufu­mökk­ur­inn mæld­ist í 2,8 km hæð yfir sjó laust fyr­ir klukk­an 21 í gær­kvöldi. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert