Pétur Sigurgeirsson biskup látinn

Pétur Sigurgeirsson
Pétur Sigurgeirsson mbl.is

Pétur Sigurgeirsson biskup er látinn, 91 árs að aldri. Pétur varð biskup Íslands 1. október árið 1981 og gegndi því embætti til 1. júlí 1989 er hann lét af embætti fyrir aldurs sakir.

Hann fæddist á Ísafirði, 2. júní árið 1919, sonur hjónanna Guðrúnar Pétursdóttur og Sigurgeirs Sigurðssonar, sem var sóknarprestur á Ísafirði og síðar biskup Íslands.

Pétur var stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1940. Hann lauk guðfræðinámi árið 1944 og fór í framhaldsnám til Bandaríkjanna það sama ár. Hann var skipaður sóknarprestur á Akureyri árið 1947 og starfaði þar þangað til hann tók við embætti biskups af Sigurbirni Einarssyni. Pétur varð vígslubiskup Hólastiftis 11. ágúst árið 1969.

Pétur sinnti einnig ritstörfum og birti bæði greinar og ljóð í blöðum og tímaritum. Meðal annars í Lesbók Morgunblaðsins um árabil.

Eftirlifandi eiginkona hans er Sólveig Ásgeirsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn.

Tveir biskupar Sigurbjörn Einarsson og Pétur Sigurgeirsson.
Tveir biskupar Sigurbjörn Einarsson og Pétur Sigurgeirsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka