Svifryksmengun af völdum öskufoks er enn mikil í Reykjavík og nágrannabyggðarlögum. Rykið mælist nú yfir 600 míkrógrömm á rúmmetra og meðaltalið frá miðnætti er um 240 míkrógrömm á rúmmetra. Heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm.
Við þetta mikla mengun er fólki með öndunarfæra- og hjartasjúkdóma ráðlagt að vera ekki á feril utan dyr. Aðrir geta einnig fundið fyrir óþægindum í augum og hálsi þegar öskurykið er orðið þetta mikið. Þetta er þó minni mengun en þegar hæst bar í gær, þá sýndu mælar í Reykjavík yfir 1.100 míkrógrömm á rúmmetra.