Ný óróalota í Eyjafjallajökli í nótt

Gosmökkurinn er hvítur nú í morgunsárið.
Gosmökkurinn er hvítur nú í morgunsárið. vefmyndavél Mílu

Óróalota hófst aftur í Eyjafjallajökli hálfri stundu eftir miðnætti. Gosórói jókst verulega um miðjan dag í gær og var nokkuð stöðugur fram undir kl. 20 þegar hann datt niður.

Styttri óróapúlsar komu fram á jarðskjálftastöðvum við jökulinn kl. 20:45 og kl. 21:20. Á meðan á þessum óróahviðum stóð sást svartur eða dökkgrár mökkur. Lítill mökkur sást kl. 01:25 á vefmyndavél Mílu við Þórólfsfell. Nú í morgun stendur hins vegar hvítur gufustrókur upp af jöklinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert