Enn gosvirkni jöklinum

mbl.is/Kristinn

Enn er einhver gosvirkni í vestasta gígnum í Eyjafjallajökli og öðru hvoru verða kvikusprengingar sem framleiða ösku sem fer þó ekki langt frá gígnum. Gufumökkur hefur risið upp af gíginum og hafa hvítir bólstrar náð allt að 6 km hæð í kjölfar sprenginga í gígnum. Lítið er um jarðskjálfta.

Fram kemur í stöðuskýrslu almannavarna að gosórói hafi aukist uppúr miðjum degi á föstudag og hafa komið óróahviður öðru hvoru síðan þá.

Hvað varðar gosstrókinn er lítil virkni en hvít vatnsgufa stígi frá eldstöðinni. Lítið skyggni hafi verið uppi á jökulinn vegna öskumisturs og skýjabakka.  

Engar tilkynningar hafa borist um öskufall, en mikið öskufjúk hefur verið undanfarna daga á Suður- og Suðvesturlandi.

Lítið vatnsrennsli er frá Gígjökli.

Drunur heyrðust á á Raufarfelli undir Eyjafjöllum síðdegis föstudaginn 4. júní.

Veðurstofan setur sérstaklega fram í textaveðurspá þegar gert er ráð fyrir slæmum öskufoksdögum.

Heimasíða Veðurstofu Íslands.

Heimasíða almannavarna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka