Mikil aska í Mýrdal

Eins og sjá má, er ristarhliðið við afleggjarann að Sólheimabæjum …
Eins og sjá má, er ristarhliðið við afleggjarann að Sólheimabæjum og Mýrdalsjökli, hætt að sinna tilgangi sínum. Halldóra Gylfadóttir

Halldóra Gylfadóttir, starfsmaður á elliheimilinu Hjallatúni í Vík, segir að mikil aska hafi fallið þar á bæ.

„Það er yfirleitt eitthvað öskufall á hverjum degi, en ekki í dag og ekki í gær,“ segir Halldóra.

Hún segir að það sé fátt annað í boði, en að harka af sér. „Lífið heldur áfram og hér er ekkert væl. Garðurinn er þakinn ösku og grasið er fullt af ösku, en það er lítið sem við getum gert.“

Halldóra ræktar hross samhliða hjúkrunarstarfinu. Hún segir að hún þurfi að fylgjast vel með skepnunum. „Við erum með gott hesthús, sem við notum óspart ef okkur líst ekki á blikuna.“

Meðfylgjandi myndir tók Halldóra af ristarhliðið við afleggjarann að Sólheimabæjum og Mýrdalsjökli þann 6. júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert