Of langt gengið í lokun flugsvæða

Flug var bannað á stórum svæðum dögum saman vegna gjóskudreifingar.
Flug var bannað á stórum svæðum dögum saman vegna gjóskudreifingar.

Flugfélög heimsins urðu af sem nemur 233 milljörðum króna í sölutekjur vegna flugferða sem felldar voru niður vegna öskufalls frá Eyjafjallajökli.

Þetta kom fram á aðalfundi IATA, alþjóðasamtaka flugfélaga, sem haldinn var í Berlín um helgina. Tap vegna öskunnar var mest hjá evrópskum flugfélögum.

Viðbrögð við öskufallinu voru rædd á fundinum sem um 230 yfirmenn flugfélaga í heiminum sóttu. Kort um öskudreifingu sem lágu til grundvallar lokun flugsvæða voru gagnrýnd fyrir að hafa ekki byggt á nægilega nákvæmum mælingum.


Gosaskan frá Eyjafjallajökli olli miklum truflunum á flugi í Evrópu.
Gosaskan frá Eyjafjallajökli olli miklum truflunum á flugi í Evrópu. reuters
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert