300 metra breitt lón í gígnum

Eldgosið í Eyjafjallajökli bærir lítið á sér þessa dagana
Eldgosið í Eyjafjallajökli bærir lítið á sér þessa dagana Ljósmynd Anný Aðalsteinsdóttir

Stöðuvatnið sem hefur myndast í botni stóra gígsins í Eyjafjallajökli er um 300 metra breitt. Gufu leggur upp af frá jöðrum þess, einkum norðan til. Þegar jarðvísindamenn skoðuð aðstæður í gær náðu gufubólstrarnir stöku sinnum upp úr gígnum.

Vestast, í gígveggnum, ofan vatnsborðs má sjá lítinn en brúnleitan mökk leggja upp af tveimur litlum augum/opum. Brennisteinsútfellingar hafa myndast við
gufuaugu í hrauntaumnum, rétt neðan gígskálarinnar. Lítið vatnsrennsli frá Gígjökli.

Lítill órói mælist frá eldstöðinni. Af og til mælast stöku litlir jarðskjálftar undir eða við toppgíginn, yfirleitt grunnir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert