Stöðuvatnið sem hefur myndast í botni stóra gígsins í Eyjafjallajökli er um 300 metra breitt. Gufu leggur upp af frá jöðrum þess, einkum norðan til. Þegar jarðvísindamenn skoðuð aðstæður í gær náðu gufubólstrarnir stöku sinnum upp úr gígnum.
Vestast, í
gígveggnum, ofan vatnsborðs má sjá lítinn en brúnleitan mökk leggja upp
af tveimur litlum augum/opum. Brennisteinsútfellingar hafa myndast við
gufuaugu í hrauntaumnum, rétt neðan gígskálarinnar. Lítið vatnsrennsli frá Gígjökli.
Lítill órói mælist frá eldstöðinni. Af og til mælast stöku litlir jarðskjálftar undir eða við
toppgíginn, yfirleitt grunnir.