Umsókn um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka

Höfuðstöðvar Evrópusambandsins.
Höfuðstöðvar Evrópusambandsins. reuters

Lögð verður fram þingsályktunartillaga á Alþingi um helgina um að Ísland dragi til baka umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu. Fyrsti flutningsmaður er Unnur Brá Konráðsdóttir, Sjálfstæðisflokki.

Hún segir að forsendur hafi breyst mikið frá því að Alþingi samþykkti að sækja um aðild fyrir tæpu ári. Þá hafi margir verið að hugsa um að það gæti verið ávinningur fyrir Ísland að taka upp evru.

Unnur Brá telur að afstaða þingmanna til málsins hafi breyst og rétt sé að láta reyna á það með atkvæðagreiðslu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert